Ungir knattspyrnumenn gerðu upp sumariðÍþróttir - - Lestrar 600
Uppskeruhátíð yngri flokka Völsungs í knattspyrnu fór fram í Íþróttahöllinni sl. föstudag. Þar gerðu þjálfarar og iðkendur upp knattspyrnusumarið sem var fantagott.
Öll börnin fengu viðurkenninarskjal með þökk fyrir þáttökuna. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir besta leikmann hvers flokk sem og þann sem sýndi mestar framfarir.
Að því loknu var viðstöddum boðið upp á grillaðar pylsur í boði Norðlenska.
Hér koma nokkrar myndir frá Uppskeruhátíðinni en fleiri slíkar má skoða hér
Gunni Siggi afhendir ungviðinu viðurkenningarskjöl.
Og það gerði Jana Björg líka.
Tveir Völsungar fengu viðurkenningar fyrir að vera valin í yngri landslið Íslands í ár. Þetta voru þau Hulda Ósk Jónsdóttir sem lék sína fyrstu landsleiki í ár með U-17 kvenna og Ásgeir Sigurgeirsson sem lék með U-17 karla. Ásgeir er einmitt staddur á Möltu þessa dagana þar sem Ísland tekur þátt í undankeppni EM.
Víðir, Róbert og Ella Gunnsteins grilluðu pylsur úti....
... sem uppskeruhátíðargestir sporðrenndu svo inni eftir að Birgitta Bjarney ofl. farið höndum um þær.