Tungllendingu fagnað á Húsavík

Á sunnudag eru 45 ár frá því menn lentu fyrst á tunglinu. Af því tilefni stendur The Exploration Museum á Húsavík fyrir dagskrá næstu átta daga sem hefst

Tungllendingu fagnað á Húsavík
Fréttatilkynning - - Lestrar 445

Á sunnudag eru 45 ár frá því menn lentu fyrst á tunglinu. Af því tilefni stendur The Exploration Museum á Húsavík fyrir dagskrá næstu átta daga sem hefst í dag, en á þessum degi árið 1969 lagði Apollo 11 af stað í hina sögufrægu ferð. 

"Við munum spila öll samskipti geimfarsins við jörð í rauntíma, en ferðin tók 195 klukkustundir. Þetta er því talsvert magn af hljóðupptöku sem við munum leika næstu 8 daga í safninu," segir Örlygur Hnefill Örlygsson, stofnandi The Exploration Museum. Hlynur Þór Jensson hefur tekið saman allar hljóðupptökurnar og raðað þeim í tímaröð miðað við íslenska klukku. "Hápunktarnir eru auðvitað geimskotið sem átti sér stað á þessum degi árið 1969, tungllendingin og fyrsta tunglgangan," segir Örlygur Hnefill.
 
Neil Armstrong

Á sunnudag þegar 45 ár verða frá því að Neil Armstrong steig fæti á tunglið verður kvöldstund tileinkuð tunglinu í safninu. "Tunglið hefur frá upphafi siðmenningar leikið stórt hlutverk í trúarbrögðum og menningu. Það hefur verið yrkisefni skálda og tónlistarfólks en skyndilega er það fært svo miklu nær okkur þegar mannlegur maður stendur á því. Einar Höllu og Marína Ósk munu leika nokkur lög um tunglið, en í þeirri deild er á nógu að taka. Einnig munu Gunnar M.G. og Valgerður Gunnarsdóttir flytja nokkur ljóð um tunglið og Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, fjalla stuttlega um hina sögufrægu tunglgöngu". Af þessu tilefni verður miðnæturopnun í safninu á sunnudag og aðgangur ókeypis.

Áður en Apollo geimfararnir héldu til tunglsins voru þeir sendir til Íslands til æfinga og eru margir munir og ljósmyndir frá æfingum þeirra hér á landi til sýnis í safninu á Húsavík.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744