Trésmiðjan Rein styrkir við bakið á meistaraflokkunum

Trésmiðjan Rein og meistaraflokkar Völsungs í knattspyrnu hafa skrifað undir samstarfssamning til næstu tveggja ára.

Jónas Halldór og Sigmar. Lj.volsungur.is
Jónas Halldór og Sigmar. Lj.volsungur.is

Trésmiðjan Rein og meistara-flokkar Völsungs í knattspyrnu hafa skrifað undir samstarfs-samning til næstu tveggja ára.

Trésmiðjan Rein hefur stutt diggilega við bakið á meistara-flokkunum undanfarin tvö ár og hafa til að mynda verið með auglýsingu framan á búningum meistaraflokks kvenna.

Eins og fyrr segir er samningurinn til tveggja ára og er mikil ánægja með samninginn af beggja hálfu.

Það voru Jónas Halldór Friðriksson, fyrir hönd meistaraflokka Völsungs, og Sigmar Stefánsson, fyrir hönd Trésmiðjunnar Rein, sem handsöluðu samninginn í gær.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744