Tónlistarafmæli í sal Borgarhólsskóla

Eins og fram hefur komið á 640.is fagnar Tónlistarskóli Húsavíkur 50 ára afmæli sínu um þessar mundir og er þess minnst með ýmsum hætti.

Tónlistarafmæli í sal Borgarhólsskóla
Almennt - - Lestrar 302

Villi og Hóffý fengu blómvendi í dag.
Villi og Hóffý fengu blómvendi í dag.

Eins og fram hefur komið á 640.is fagnar Tónlistarskóli Húsavíkur 50 ára afmæli sínu um þessar mundir og er þess minnst með ýmsum hætti.

Í dag hófst t.a.m. tónleikaröð í sal Borgarhólsskóla þar sem nemendur skólans koma fram og riðu þeir yngstu á vaðið.

 

Tveir kennarar skólans, þau Hólmfríður Benediktsdóttir og Leifur Vilhelm Baldursson, fagna einnig í ár áratuga starfsafmæli sínu við skólann. Það eru 40 ár síðan Hólmfríður hóf fyrst störf við skólann og Leifur Vilhelm hefur starfað samfellt sem kennari við skólann í 30 ár. Af þessu tilefni afhenti Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur þeim blómvendi í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744