02. des
Tilkynning frá Lögreglunni á HúsavíkFréttatilkynning - - Lestrar 937
Lögreglan á Húsavík óskar að koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri við íbúa Þórshafnar og nágrennis og allra annarra sem telja sig geta veitt upplýsingar.
Nú nýverið voru unnar miklar skemmdir á bifreið lögreglu-varðstjóra á Þórshöfn, með því að rispa bílinn allan og m.a. rispa á hann orð sem greinilega eru til þess ætluð að vega að honum og starfi hans sem lögreglumanns í samfélaginu Langanesbyggð.
Bifreiðin var skemmd þar sem hún stóð utan við lögreglustöðina á Þórshöfn.
Lögreglan á Húsavík biðlar til þeirra sem búa yfir upplýsingum um þetta mál og vita hver eða hverjir voru að verki, að hringja í síma 444-2850 og koma þeim upplýsingum á framfæri.
Með fyrirfram þökk f.h. lögreglunnar á Húsavík,
Aðalsteinn Júlíusson lögreglumaður.