30. jún
Þrumur, eldingar og haglélAlmennt - - Lestrar 483
Í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands kl. 15:00 í dag kom fram að búast mætti við eldingum um landið norðaustanvert í dag með góðum skúradembum og jafnvel hagléljum.
Og þetta stóðst því innan við klukkustund síðar mátti sjá eldingar, heyra í þrumum og haglél brast á og þeim fylgdi allvæn skúradembing.
Hér að neðan eru tvær myndir sem teknar vori á meðan þessu stóð.
Þá efri tók ljósmyndari 640.is af hrossum við Traðargerði en þá neðri Hjálmar Bogi Hafliðason sem staddur var í golfskálanum á Katlavelli. Með þvi að smella á þær er hægt að skoða þær í stærri upplausn.
Hjálmar Bogi tók einnig þetta myndband hér að neðan.