Þrír Völsungar kepptu á smáþjóðamóti í Skotlandi

Þrír blakarar úr Völsungi voru í A-landsliði karla sem tók þátt í smáþjóðamóti SCA um helgina.

Aron Bjarki, Hreinn Kári og Sigurður Helgi.
Aron Bjarki, Hreinn Kári og Sigurður Helgi.

Þrír blakarar úr Völsungi voru í  A-landsliði karla sem tók þátt í smáþjóðamóti SCA um helgina.

Þetta eru þeir Aron Bjarki Kristjánsson, Hreinn Kári Ólafsson og Sigurður Helgi Brynjúlfsson.

Mótið fór fram í Edinborg og var Ísland í B riðli ásamt Írlandi og San Marino, en í A riðli voru gestgjafarnir Skotar, Norður Írland og Lúxemburg.
 
Ísland tapaði naumlega fyrir San Marínó fyrsta leiknum og spiluðu svo við Írland og unnu þá auðveldlega 3-0. Strákarnir töpuðu fyrir geysisterku liði Lúxemburg í undanúrslitum og mættu því liði San Marínó í leik um 3. sætið og höfðu betur 3-1 og bronsið kemur heim til Íslands.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744