07. nóv
Þrír Völsungar á úrtaksæfingar U-16 í BoganumÍþróttir - - Lestrar 487
Um komandi helgi mun Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, stjórna úrtaksæfingum fyrir leikmenn á Norðurlandi og fara æfingarnar fram í Boganum á Akureyri.
Alls eru 26 leikmenn, frá átta félögum á Norðurlandi, boðaðir á þessar æfingar og þrír þeirra koma úr Völsungi. Þetta eru bræðurnir Ágúst Þór og Rúnar Þór Brynjarssynir ásamt Ólafi Jóhanni Steingrímssyni.
Rúnar Þór Brynjarsson.
Ágúst Þór Brynjarsson.
Ólafur Jóhann Bergmann Steingrímsson.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.
Stelpurnar áttu líka sína fulltrúa á landshlutaæfingu sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. Þangað fóru til æfinga Lovísa Sigmarsdóttir, Hafdís Dröfn Einarsdóttir, Hulda Ösp Ágústsdóttir og Ragnheiður Ísabella Víðsidóttir sem æfðu með eldri hóp stúlkna sem fæddar eru 1998 og 1999.
Með yngri hópnum, sem fæddar eru 2000 og 2001 æfðu þær Alexandra Einarsdóttir, Arnhildur Ingvarsdóttir, Árdís Þráinsdóttir, Krista Eik Harðardóttir og Bergdís Björk Jóhannsdóttir. Alls voru 61 leikmenn boðaðir til þessara æfinga frá sjö félögum á Norðurlandi.