Þrettándabrennan verður á uppfyllingu vestan Eimskipsplansins

Þrettándabrennan á Húsavík verður staðsett á uppfyllingunni vestan við Eimskipsplanið. Kveikt verður upp í brennunni þriðjudaginn 6.janúar kl.18:00.

Þrettándabrennan á Húsavík verður staðsett á uppfyllingunni vestan við Eimskipsplanið.

Kveikt verður upp í brennunni þriðjudaginn 6.janúar kl.18:00.

Söngur, púkar, álfadrottning og álfakóngur.

4. flokkur kvk Í.F. Völsungs sér um dagskrána.

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi verður með flugeldasýningu í boði Orkuveitu Húsavíkur.

Allir sem vilja hvattir til að koma í búningum og tilheyrandi.

Komum saman og kveðjum jólin.

Íþróttafélagið Völsungur.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744