Þrettán samfélagseflandi verkefni styrkt á Bakkafirði

Föstudaginn 3. febrúar fór fram úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2023.

Ljósmynd Hilma Steinarsdóttir. ssne.is
Ljósmynd Hilma Steinarsdóttir. ssne.is

Föstudaginn 3. febrúar fór fram úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2023. 

Að þessu sinni var úthlutað 8.000.000 kr. úr verkefninu Betri Bakkafjörður til 13 samfélagseflandi verkefna en aldrei hafa fleiri umsóknir borist frá því verkefnið hófst.

Fram kemur á vef SSNE að auglýst hafi verið eftir umsóknum í nóvember sl. og bárust 24 umsóknir um styrki að upphæð 49,5 m.kr. Til úthlutunar er fjármagn að upphæð 7 m.kr. sem koma í gegnum verkefnið Brothættar byggðir fyrir árið 2023, en auk þess 1 m.kr. sem verkefnisstjórn hefur innkallað frá fyrri úthlutunum. Alls er því úthlutað 8.000.000 kr. 

Íbúar komu saman af því tilefni og hlýddu m.a. á frumsamda tóna við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk en það voru þau Kristín Heimisdóttir og Sigurður Jóhannes Jónsson sem spiluðu og sungu fyrir gesti.

Þess má reyndar geta að þau Kristín og Jonni munu, ásamt Hilmu Steinarsdóttur, standa fyrir stofutónleikum síðar á árinu þar sem flutt verður dagskrá um skáldið frá Djúpalæk. ssne.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744