Þráinn Guðni er maðurinnAlmennt - - Lestrar 260
Maðurinn sem þeir bræður Himmi og Jói spurðu um í Hver er maðurinn þessa vikuna var frændi þeirra Þráinn Guðni Gunnarsson. Hann hefur skartað þessari myndarlegu hormottu um árabil, fæddist árið 1950, heitir Þráinn Guðni og hefur yfirumsjón með félagsmiðstöðinni í Shell(eða Orkuskálanum, eða hvað þetta nú heitir) sem á undanförnum árum hefur fest sig í sessi sem ein líflegasta félagmiðstöð sveitarfélagsins og þó víðar væri leitað.
Fyrsta vísbending var: Maðurinn er mjög íhaldssamur í útliti.
Önnur vísbending var: Bandaríkin sigruðu England gríðarlega óvænt á HM
í knattspyrnu á fæðingarári mannsins. Leikurinn endaði 1-0 og það var hinn 1.78cm hái Joe Gaetjens sem skoraði sigurmarkið á
38.mínútu leiksins.
Þriðja vísbending var: Maðurinn heitir tveim nöfnum.
Fjórða vísbending var: Maðurinn hefur yfirumsjón með einni vinsælustu félagsmiðstöð í Norðurþingi.
Ella Sig. ( hans Jobba) var fyrst til að giska á nafn Þráins og hefur því unnið sér inn pizzu, franskar og gos á Fosshótelinu en þar er opið í pizzunum frá kl. 17:30-21:00 á föstudögum og laugardögum. Pantanasíminn er 464-2333.