Þorsteinn áfram sveitarstjóri Skútustaðahrepps

Gengið hefur verið frá ráðningu Þorsteins Gunnarssonar sem sveitarastjóra Skútustaðahrepps út þetta kjörtímabil.

Þorsteinn áfram sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Almennt - - Lestrar 531

Þorsteinn Gunnarsson og Helgi Héðinsson.
Þorsteinn Gunnarsson og Helgi Héðinsson.

Gengið hefur verið frá ráðningu Þorsteins Gunnarssonar sem sveitarastjóra Skútustaðahrepps út þetta kjörtímabil.  

Helgi Héðinsson oddviti skrifaði undir samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar en greint er frá þessu á heimasíðu sveitarfélagsins: 

,,Við erum afar ánægð með að ráða Þorstein til áframhaldandi starfa sem sveitarastjóra. Mikil ánægja ríkir með störf hans og báðir flokkarnir í sveitarstjórn voru með á stefnuskrá að ganga til samninga við hann. Hér eru spennandi tímar fram undan," segir Helgi.

,,Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt af þeim flokkum sem mynda sveitarstjórn Skútustaðahrepps og hlakka til komandi kjörtímabils og áframhaldandi uppbyggingar sem hér er fram undan.  Ég var ráðinn um mitt síðasta kjörtímabil hingað í Mývatnssveit og þessi tvö ár sem ég hef starfað hér hafa verið viðburðarík og skemmtileg.  Góð kynni af fólki, frábæru samstarfsfólki og krefjandi verkefni ásamt stórbrotinni náttúru  hefur heillað mig og hlakka ég til áframhaldsins," segir Þorsteinn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744