Þorgerður Ása og Ásta Soffía gera íslenskum tangó skil í Breiðumýri

Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir söngkona og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmonikkuleikari gera íslenskum tangó skil í tali og tónum á tónleikum í

Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir söngkona og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmonikkuleikari gera íslenskum tangó skil í tali og tónum á tónleikum í Félagsheimilinu Breiðumýri fimmtudaginn 18. apríl klukkan 20.
 
Fyrstu tónleikar þeirra með sömu efnisskrá fóru fram í Hörpu síðastliðið haust og þóttu stórskemmtilegir.
 
Blómaskeið íslenskrar tangótónlistar var um miðbik síðustu aldar. Margir þekktir lagahöfundar sömdu falleg tangólög og má í þeim hópi nefna til dæmis Oddgeir Kristjánsson, Bjarna Böðvarsson, Friðrik Jónsson, Vilhelmínu Baldvinsdóttur og Tólfta september. Sum laganna njóta enn vinsælda í dag á meðan önnur eru gleymdari.
 
Harmonikufélag Þingeyinga mun bjóða upp á léttar veitingar í hléinu.

Þær vonast til að sjá sem flesta á Breiðumýri!

Miðaverð er 3.500 krónur.
Miðasala á Tix.is og við dyrnar.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744