Þök fuku af þremur húsum í Kaldbak

Í kolbrjáluðu veðri af vestan fuku þök af þremur húsum við Kaldbak um klukkan fjögur í nótt. Þessi hús eru norðavestan við Kaldbak, upp í brekkunni við

Þök fuku af þremur húsum í Kaldbak
Almennt - - Lestrar 430

Unnið að því í morgun að loka húsunum.
Unnið að því í morgun að loka húsunum.

Í kolbrjáluðu veðri af vestan fuku þök af þremur húsum við Kaldbak um klukkan fjögur í nótt. Þessi hús eru norðavestan við Kaldbak, upp í brekkunni við vatnið. Í Kaldbak eru 17 gistihús og voru þetta einu húsin sem skemmdust í óveðrinu.

 

Snædís í Kaldbak lýsir þessu svo í viðtali við fréttavef Morgunblaðsins :

 „Það var kolbrjálað veður hérna. Það er sjaldgæft að það verði svona mikið rok í vestanátt,“ sagði Snædís Gunnlaugsdóttir í Kaldbak. Hún sagði að veðrið hafi staðið beint upp á svalir húsanna og ofsarokið náð að feykja þökunum af þremur húsum sem sneru beint upp í veðrið.

Húsin eru tveggja ára gömul og sagði Snædís þau hafa staðið af sér norðan stórhríðar og önnur áhlaup með sóma. Hún sagði að veðrið í nótt hafi verið óvenjulegt. Gríðarlegt rok en hlýindi og úrkomulaust.

Í morgun var strax tekið til við að loka húsunum fyrir veðri og vindum. Í þeim eru milliloft sem vörðu þá sem gistu í húsunum og komu einnig í veg fyrir skemmdir innanstokks.  Fimm starfsmenn sem vinna við Sorpsamlag Þingeyinga tímabundið gistu í húsunum sem þökin fóru af. Þeir fengu gistingu í öðrum húsum í Kaldbak.

Hér að ofan gefur að líta myndir af vettvangi sem teknar voru rétt fyrir hádegi. Þá voru Gummi Salla og Þráinn Þráinsson að störfum ásamt mannskap frá Trésmiðjunni Val ehf. við það að loka húsunum fyrir vatni og vindum. Þá voru menn frá Höfðavélum komnir á staðinn með tæki og tól til að hreinsa upp brakið sem dreifst hafði nokkuð um svæðið.

 

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744