Þjóðgarðarugl

Ég brá undir mig betri dekkjunum og ók inn í Herðubreiðarlindir og svo í Krepputungu fyrir skömmu.

Þjóðgarðarugl
Aðsent efni - - Lestrar 245

Ég brá undir mig betri dekkjunum og ók inn í Herðubreiðarlindir og svo í Krepputungu fyrir skömmu. 

Fámenni brosti við mér. Rétt er að hrósa þjóðgarðsliðum fyrir að halda fólki frá þessum svæðum af dugnaði og elju. Engin umferð var þarna og ekki fann ég neinn að störfum í þjóðgarðinum. Enda ekkert að gera!

Ein rennireið var á bílastæði Herðubreiðarlinda og ekki voru neinir að trufla mig þarna. Fáir voru greinilega á ferli og þeir fáu sem ég rakst á voru að flýta sér úr þjóðgarðsundrinu, óku hratt, og sýndu einbeittan vilja til að yfirgefa garðinn.

Frá brúnni á Kreppu liggur leiðin úr þjóðgarðinum með stefnu á Möðrudal. Og þar var sko fjör. Hundruðir manna á staðnum. Allir glaðir og kátir, fullt út úr dyrum á veitingasölunni. Tjaldsvæði þéttsetið og urmull ferðalanga hvert sem litið var.

Þjóðgarðsfýlan horfin af andlitum og aðeins gleði og ánægja.

Sigurjón Benediktsson.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744