27. nóv
Þjóðadagur á Húsavík á laugardagAlmennt - - Lestrar 210
Þjóðadagur verður haldinn næstkomandi laugardag 27. nóvember í sal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík kl. 14-16. Nokkrir Þingeyingar af erlendum uppruna munu kynna matarvenjur og siði, þ.m.t. jólasiði frá löndum sínum.
Þjóðadagur í Þingeyjarsýslum var fyrst haldinn haustið 2008 á vegum Húsavíkurdeildar Rauðakross Íslands og tókst frábærlega og óhætt er að segja að matarvenjur og siðir Þingeyinga eru í raun mun fjölbreyttari en ætla mætti við fyrstu sýn.
Allir eru hjartanlega velkomnir milli kl. 14 og 16 í sal stéttarfélaganna á laugardaginn og aðgangur er ókeypis.
Stjórn Húsavíkurdeildar RKI.