15. nóv
Þjóðadagur á HúsavíkAlmennt - - Lestrar 296
Í tilefni 50 ára afmælis Húsavíkurdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn þjóðadagur laugardaginn 15.nóvember n.k. í sal Borgarhólsskóla á Húsavík. Dagskráin hefst kl.14:00.
Í fréttatilkynningu frá Húsavíkurdeild Rauða Krossins segir að í sveitarfélaginu Norðurþingi og nágrenni eru mjög margir íbúar sem koma frá hinum ýmsu þjóðlöndum. Á þessum fyrsta þjóðadegi sem Húsavíkurdeild Rauða kross Íslands stendur fyrir hyggst meira en tugur manns frá hinum ýmsu löndum kynna menningu,siði og tónlist sinna þjóða.
Það væri frábært ef þú sæir þér fært að mæta í hátíðarskapi og kynnast hefðum og siðum íbúa Norðurþings frá öllum heimshornum.