Þingeyjarsveit tekur sitt fyrsta Græna skref

Grænum skrefum SSNE heldur áfram að fjölga og í síðustu viku tók Skrifstofa Þingeyjarsveitar við viðurkenningu fyrir að hafa stigið sitt fyrsta Græna

Þingeyjarsveit tekur sitt fyrsta Græna skref
Almennt - - Lestrar 94

Grænum skrefum SSNE heldur áfram að fjölga og í síðustu viku tók Skrifstofa Þingeyjarsveitar við viðurkenningu fyrir að hafa stigið sitt fyrsta Græna skref af fimm.

Frá þessu segir á heimasíðu SSNE.

Starfsfólk Þingeyjarsveitar hefur verið einstaklega framtakssamt í þessari vinnu og hafa þau náð þeim einstaka árangri að uppfylla hvert einasta atriði innan fyrsta skrefsins en þátttakendur þurfa einungis að uppfylla 90% atriða til fyrsta skrefinu sé formlega náð. Mikill samhugur einkennir vinnu Þingeyjarsveitar og fátt annað rætt á kaffistofunni en Grænu skrefin.

Meðal þess sem Skrifstofa Þingeyjarsveitar hefur innleitt í sína starfsemi er að fasa út þær hreinlætis- og ræstivörur sem ekki eru umhverfisvottaðar, koma upp áminningarlímmiðum um orkusparnað og tryggja að skýrt sé hvernig flokkun úrgangs skal háttað á vinnustaðnum.

Á meðfylgjandi mynd tekur Ingimar Ingimarsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, á móti viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið frá Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, verkefnastjóra SSNE.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744