Þingeyingar unnu Austfirðinga í golfi

Helgina 25.-26. ágúst fór fram hin árlega bæjarkeppni milli Þingeyinga og Austfirðinga á Katlavelli. Leikið er til skiptis á Katlavelli og völlum á

Þingeyingar unnu Austfirðinga í golfi
Íþróttir - - Lestrar 359

Helgina 25.-26. ágúst fór fram hin árlega bæjarkeppni milli Þingeyinga og Austfirðinga á Katlavelli. Leikið er til skiptis á Katlavelli og völlum á Austurlandi.

Fyrirkomulag keppninnar er þannig að punktar með forgjöf eru lagðir saman hjá 75% keppanda í því liði sem færra er í. Einnig voru veitt verðlaun fyrir höggleik án forgjafar í karla og kvennaflokki.

Úrslit urðu þau að Þingeyingar unnu með töluverðum mun eða 835 punktum á móti 666 punktum Austfirðinga.

Höggleikur:

Karlar.                                                    

Sigurður Hreinsson GH 160 högg.          

Axel Reynisson GH 163 högg.    

Magnús Hreiðarsson GH 165 högg.

Konur:

Jóhanna Guðjónsdóttir GH 179 högg 

Birna D. Magnúsdóttir GH 183 högg

Oddfríður D. Reynisdóttir GH 196 högg

Lesa má nánar um mótið og fleiri golffréttir á heimasíðu GH.                                                 

       


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744