Telja langtímasamning ekki koma til greina miðað við núverandi aðstæðurFréttatilkynning - - Lestrar 197
Framsýn, stéttarfélag hefur síðustu mánuði unnið að mótun kröfugerðar vegna komandi kjaraviðræðna við atvinnurekendur.
„Algjör einhugur er innan félagsins að ekki komi til greina að gera kjarasamning til lengri tíma miðað við núverandi aðstæður þar sem fjárlagafrumvarpið er ekki komið fram og ný ríkistjórn hefur ekki viljað gefa upp hvað hún hyggst gera í efnahagsmálum. Í ljósi þessa telur félagið að fleyta eigi núverandi kjarasamningum áfram um 6 til 8 mánuði. Á móti komi launahækkun til félagsmanna þann 1. desember 2013, þegar núverandi kjarasamningar renna út. Hækkanirnar taki mið af verðbólgu- og launaþróun á árunum 2012-13.“