Telja Dettifossveg lykilatriðiAðsent efni - - Lestrar 265
Stjórn Markaðsráðs Þingeyinga telur Dettifossveg lykilatriði í þróun og uppbyggingu á ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum og hvetur stjórnvöld til að standa við gefin loforð um áframhaldandi framkvæmdir við hann.
Stjórnin ályktaði um málið á fundi sínum í gær og er ályktunin hér að neðan.
Stjórn Markaðsráðs Þingeyinga hvetur stjórnvöld til þess standa við gefin loforð um áframhaldandi framkvæmdir við Dettifossveg. Vegurinn er lykilatriði í þróun og uppbyggingu á ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Á síðustu árum hefur hún farið vaxandi sem atvinnugrein og mikilvægt er að markmið hennar um lengingu háannar og fjölgun ferðamanna nái fram að ganga m.t.t. byggðaþróunar og atvinnumála.
Þá er það í hrópandi ósamræmi við aðgerðir og áætlanir ríkisins ef innviðir nýstofnaðs Vatnajökulsþjóðgarðs, stærsta þjóðgarðs Evrópu geta ekki þjónað sínu hlutverki.