Tap fyrir Hamri

Völsungur/Efling fékk Hamar úr Hveragerði í heimsókn í PCC höllina á Húsavík gærkveldi og sigruðu gestirnir hið unga lið Þingeyinga örugglega 3-0.

Tap fyrir Hamri
Íþróttir - - Lestrar 80

Völsungur/Efling fékk Hamar úr Hveragerði í heimsókn í PCC höllina á Húsavík gærkveldi og sigruðu gestirnir hið unga lið Þingeyinga örugglega 3-0.

Ham­ar var með frum­kvæðið all­an leik­inn, en liðið vann fyrstu tvær hrin­urn­ar 25:16 og þriðju hrin­una 25:10.

Stigahæstur heimamanna var Marcel Pospiech með átta stig og næstir honum komu Aron Bjarki Kristjánsson og Trey Weinmeier báðir með fimm stig.

Hjá gestunum var Tomek Leik stigahæstur með 11 stig og næstur honum Rafal Berwald með níu stig.

Ham­ars­menn eru á toppi Unbrokendeildar karla með 28 stig, sjö stig­um á und­an Aft­ur­eld­ingu, sem á leik til góða. Völsung­ur/Efling er í sjö­unda sæti af átta liðum með tvö stig.

Ljósmynd Hafþór

Ljósmynd Hafþór


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744