Takk Kópasker!

Stjórn Skjálftasetursins á Kópaskeri hefur undanfarin ár unnið að hugmyndum að endurnýjaðri og fjölbreyttari sýningu í Skólahúsinu á Kópaskeri, ásamt því

Takk Kópasker!
Fréttatilkynning - - Lestrar 170

Frá Kópaskeri.
Frá Kópaskeri.
Stjórn Skjálftasetursins á Kópaskeri hefur undanfarin ár unnið að hugmyndum að endurnýjaðri og fjölbreyttari sýningu í Skólahúsinu á Kópaskeri, ásamt því að beita sér fyrir hugmyndafræði sem lýtur að fjölnýtingu hússins.

Um er að ræða einstakan arkitektúr og byggingu sem því miður liggur undir skemmdum vegna lélegs viðhalds þó vonandi horfi nú til betri vegar.
 
Í fréttatilkynningu segir að Þegar er búið að vinna hugmyndavinnu fyrir nýja sýningu og var hönnunarfyrirtækið Gagarín (www.gagarin.is) sem sérhæfir sig í sýningarhönnun og gagnvirkum lausnum, fengið til verksins.
 
Norðurþing fékk styrk frá Vinnumálastofnun til að ráða inn verkefnastjóra til að móta hugmynd að Samfélags- og menningarhúsi á Kópaskeri sem staðsett yrði í Skólahúsinu.

Einnig er búið að samþykkja og setja á áætlun nauðsynlegt viðhald á húsinu þó ekki hafa fengist verktakar í verkið enn. Verkið verður boðið út aftur í september 2022.
 
Miðvikudaginn 17. ágúst var haldinn íbúafundur þar sem verkefnastjóri sem ráðinn var til verksins, Lovísa Óladóttir, kynnti niðurstöður vinnunar. Einnig var á fundinum kynnt hugmyndafræði Muggsstofu sem staðsett er á Bíldudal en það er Samfélagsmiðstöð sem komið var á laggirnar í samstarfi við Skrímslasetrið, meðal annars til að koma til móts við þörf á starfsstöðvum fyrir starfsfólk sveitarfélags og þjónustu við aldraða.
 
Vel var mætt á fundinn, kjörnir fulltrúar, starfsfólk Norðurþings, SSNE og íbúar fjölmenntu og þakka skipuleggjendur fyrir áhugann og þátttökuna. Umræður voru góðar og er almenn jákvæðni í garð verkefnisins.

Þá liggur fyrir að halda áfram vinnunni byggt á því sem búið er að gera svo að næsta vor opni Samfélags- og menningarmiðstöð á Kópaskeri.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744