Svanhildur frá Þverá sýnir alþýðulist í HvammiAlmennt - - Lestrar 340
Í Hvammi, heimili aldraða á Húsavík, býr sköpunarglöð og hugmyndarík kona, Svanhildur Árnadóttir frá Þverá í Öxarfirði.
Hún er þessa dagana með myndlistarsýningu á 2. hæðinni í Hvammi þar sem hún sýnir málverk og innsetningar sem hún málaði í vetur.
Hún vill ekki kalla sig listamann og segir verk sín vera alþýðu- og nytjalist.
Í stuttu spjalli við 640.is sagði Svanhildur, sem fædd er 1929, áhugann á að mála myndir hafa blundað í henni allt frá því hún var barn. Hún segist vera ólærð í myndlist en þó sótt námskeið í Reykjavík.
Svanhildur og maður hennar, Kristján Benediktsson, eignuðust níu börn og eftir að hafa komið þeim á legg og um tók að hægjast í húsmóðurstörfunum á Þverá fór hún að sinna áhugamálinu af meiri krafti.
Svanhildur Árnadóttir frá Þverá.
Eitt verka Svanhildar á sýningunni sem stendur til 7. ágúst og er öllum opin.