Sundlaug Húsavíkur fékk flotleiktæki að gjöf

Bergur Elías Ágústsson hjá PCC Bakki Silicon kom færandi hendi í Sundlaug Húsavíkur í gær og afhenti þar ýmis flotleiktæki að gjöf frá fyrirtækinu.

Bergur Elías afhenti Trausta gjöfina.
Bergur Elías afhenti Trausta gjöfina.

Bergur Elías Ágústsson hjá PCC Bakki Silicon kom færandi hendi í  Sundlaug Húsavíkur í gær og afhenti þar ýmis flotleiktæki að gjöf frá fyrirtækinu.

“Þetta eru glæsileg og vönduð flotleiktæki af ýmsum stærðum og gerðum svo sem tvær körfuboltaflotkörfur ásamt boltum, volduga gúmmípulsu og flotdýnur af ýmsum stærðum og gerðum.

Þau leiktæki sem sundlaugin átti fyrir voru bæði fá og smá og voru farin að láta á sjá. Því kemur þessi höfðinglega gjöf á góðum tíma og öruggt að börn og unglingar eiga eftir að fagna þessari skemmtilegu viðbót um langa tíð”. Sagði Trausti Ólafsson forstöðumaður sundlaugarinnar þegar hann tók á móti gjöfinni.

PCC Bakki Silicon gaf leiktæki í sundlaugina

Bergur Elías  og Trausti reyndu tækin á sundlaugarbakkanum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744