Styrktarlína meistaraflokka Völsungs í knattspyrnu

Fyrsti deildarbikarleikur meistaraflokks Völsungs fór fram nú um síðustu helgi. Leikið var gegn Dalvík/Reyni og vannst sá leikur 3-0.

Styrktarlína meistaraflokka Völsungs í knattspyrnu
Fréttatilkynning - - Lestrar 296

Fyrsti deildarbikarleikur meistaraflokks Völsungs fór fram nú um síðustu helgi. Leikið var gegn Dalvík/Reyni og vannst sá leikur 3-0.

Í fréttatilkynningu kemur fram að segja mætti að deildarbikarinn sé lokaskrefið í undirbúningi fyrir Íslandsmótið og munu strákarnir spila aftur um næstu helgi gegn KF. Stelpurnar hefja leik 23. mars þegar þær mæta Tindastóli í Boganum á Akureyri.


Þá er undirbúningur utan vallar einnig kominn á fullt. Nú nýverið var lögð lokahönd við að setja saman knattspyrnuráð fyrir komandi tímabil. Ákveðið var að setja einn hóp í kringum karlaliðið og annan í kringum kvennaliðið. Hóparnir munu svo vinna saman með fjármálaráði sem hefur umsýslu með sameiginlegum fjármálum meistaraflokkana.

Nú á næstu dögum munu meðlimir úr ráðunum ganga í hús og kynna styrktarlínu Völsungs. Styrktarlínan er þannig að fólk getur greitt 1.000, 2.000 eða 3.000 krónur á mánuði sem rennur til meistaraflokkana í knattspyrnu. Þeir sem borga 2.000 krónur fá ársmiða að launum sem gildir á alla heimaleiki karla og kvenna í íslandsmóti. Þeir sem borga 3.000 krónur fá 2 ársmiða að launum.

Við biðjum fólk að taka vel á móti sjálfboðaliðunum á næstu dögum. Fyrir þá sem ekki búa á Húsavík er hægt að nálgast eyðublaðið á volsungur.is og senda á skrifstofu Völsungs, Stóragarði 8, 640 Húsavík. Athugið að tveir vottar þurfa að vera að undirskriftinni svo hún teljist gild.

Eyðublaðið má nálgast HÉR

 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744