Stuttmyndin Förin tekin upp í Garðskirkju

Dagana 11.-14. nóvember fara fram tökur í Garðskirkju á 20 mínútna grínmynd með Helgu Brögu Jónsdóttur og Óla Jóni Gunnarssyni í aðalhlutverkum.

Stuttmyndin Förin tekin upp í Garðskirkju
Fréttatilkynning - - Lestrar 458

Dagana 11.-14. nóvember fara fram tökur í Garðskirkju á 20 mínútna grínmynd með Helgu Brögu Jónsdóttur og Óla Jóni Gunnarssyni í aðalhlutverkum.

Leikstjórinn Georg Erlingsson Merritt heillaðist strax af fegurð svæðisins og sjarma kirkjunnar og ákvað að nota það sem tökustað í útskriftarmynd sinni frá Kvikmyndaskóla Íslands. Myndin verður sýnd í Ríkissjónvarpinu á næsta ári, Bíó Paradís og „svo er stefnan að sjálfsögðu tekin á erlendar kvikmyndahátíðir“ segir Georg.

Við framleiðendur óskum eftir aukaleikurum fyrir hópsenu í kirkjunni dagana 11.-13. nóvember. Áhugasamir hafi samband við Hrund Ásgeirsdóttur með tölvupósti á hrund@kopasker.is

Auk þess erum við að fjármagna sjálf og leitumst þess vegna eftir aðstoð í gegnum fjármögnuarsíðuna karolinafund.com.

https://www.karolinafund.com/project/view/652

Allir sem veita myndinni aðstoð eru að sjálfsögðu taldir upp í sérstökum þökkum í kreditlista myndarinnar.

Hægt er að fara margar leiðir í fjármögnun á síðunni karolinafund.com

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744