03. maí
Strandveiðar hafnarAlmennt - - Lestrar 185
Það lifnaði heldur betur yfir höfninni í gær þegar strand-veiðibátar komu inn til löndunar á fyrsta degi strandveiðanna í ár.
Þetta er fimmtánda árið í röð sem strandveiðar eru stundaðar.
Samkvæmt frétt á vef Landsambands smábátaeigenda er áhuginn mikill.
Þar segir m.a:
Gríðarlegur áhugi er fyrir veiðunum. Fiskistofa hafði úthlutað 490 bátum leyfi til veiða, en í fyrra voru leyfin 409 við upphaf veiða og á árinu 2021, 390.
Aukin umsvif fylgja strandveiðunum og hér má sjá Lilju ÞH við löndun á Húsavík í gær.
Sóley og Gimli koma úr róðri í dag.