Stórsigur á Víði

Völsungar unnu stórsigur á Víði úr Garði á Húsavíkurvelli í dag í 3.deild karla.

Stórsigur á Víði
Íþróttir - - Lestrar 476

Bergur skoraði og sá rautt.
Bergur skoraði og sá rautt.
Völsungar unnu stórsigur á Víði úr Garði á Húsavíkurvelli í dag í 3.deild karla. 
 
Suðurnesjamenn náðu forystunni snemma leiks með marki Garðars Ingva Geirssonar en heimamenn jöfnuðu eftir um hálftíma leik. Þar var að verki Arnþór Hermannsson.
 
Völsungar réðu lengstum lögum og lofum á vellinum og Bjarki Baldvinsson kom þeim yfir á 55. mín leiksins.
 
Bergur Jónmundsson skoraði þriðja mark þeirra grænu á 62. mín. leiksins en fékk síðan að líta rautt spjald á þeirri 79.
 
Völsungar léku því manni færri það sem eftir var leiks en það kom ekki að sök og Jóhann Þórhallsson geirnegldi sigurinn með fjórða markinu sjö mínútum fyrir leikslok.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744