Stórsigur á KH - Myndasyrpa

Völsungsstúlkurnar fengu KH í heimsókn á PCC völlinn í dag en leikurinn var í 2. riðli C-deildar Lengjubikarsins.

Stórsigur á KH - Myndasyrpa
Íþróttir - - Lestrar 277

Allyson skoraði í sínum fyrsta leik með Völsungi.
Allyson skoraði í sínum fyrsta leik með Völsungi.

Völsungsstúlkurnar fengu KH í heimsókn á PCC völlinn í dag en leikurinn var í 2. riðli C-deildar Lengjubikarsins.

Leikurinn var úrslitaleikur um hvort liðið kæmist í undan-úrslit C-deildar, KH dugði jafntefli en heimastúlkur þurftu sigur og stigin þrjú sem í boði voru.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Staðan í hálfleik var markalaus en Völsungar bættu sig til muna í þeim seinni og Elísabet Ingvarsdóttir kom þeim á bragðið með lúmsku skoti undir markmanninn hægra megin úr teignum.

Staðan 1-0 og eftir það var þetta aldrei spurning.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Allyson Abbruzzi Patterson, nýr leikmaður frá Bandaríkjunum, opnaði markareikning sinn fyrir Völsung þegar hún slapp í gegn og kláraði af yfirvegun, 2-0 áður en Sylvía Lind Henrysdóttir skoraði eftir hornspyrnu og kom heimastúlkum í 3-0.
 
Ljósmynd Hafþór - 640.is
Sylvía Lind fyrir miðju.
 
 Ljósmynd Hafþór - 640.is
 
Sonja Björg Sigurðardóttir, lánsmaður frá KA/Þór opnaði svo markareikning sinn grænu treyjunni og kórónaði frammistöðu dagsins með fjórða markinu í lokin.
 
Glæsilegur sigur og leikur framundan í undanúrslitum á næstunni.

Hér koma fleiri myndir sem ljósmyndari 640.is tók á leiknum og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Ísabella Júlía Óskarsdóttir.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Hildur Anna Brynjarsdóttir.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Marki Elísabetar fagnað.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Allyson Abbruzzi Patterson.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Hildur Anna Brynjarsdóttir.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Ólöf Rún Rúnarsdóttir.
Ljósmynd Hafþór - 640.is
Margrét Selma Steingrímsdóttir.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Amalía Árnadóttir.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Árdís Rún Þráinsdóttir og Sigrún Marta Jónsdóttir.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Bryndís Eiríksdóttir sækir að Völsungum.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Árdís Rún fyrirliði hefur góðar gætur á Bryndísi sem á ættir að rekja til Húsavíkur.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Ólöf Rún Rúnarsdóttir.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Allyson Abbruzzi Patterson.

Ljósmynd Hafþór - 640.is
Harpa Ásgeirsdóttir kom fersk inn af bekknum í síðari hálfleik.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Marki Sylvíu Lindar fagnað með tilþrifum.

 




  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744