22. maí
Stelpurnar byrja af kraftiÍþróttir - - Lestrar 309
Völsungur hóf keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu í gærkveldi þegar þær mættu Einherja frá Vopnafirði.
Þær grænklæddu byrjuðu leikinn af krafti og líkt og í síðustu leikjum stelpnanna voru mörg mörk skoruð.
Einherjastúlkur máttu sín lítils á móti gríðarsterku liði Völsungs og nýliðinn Katla Ósk Rakelardóttir skoraði fyrsta mark leiksins á fjórðu mínútu og sýndi Vopnfirðingum hvað koma skyldi.
Hún bætti öðru marki við fjórum mínútum síðar og skoraði sitt þriðja mark á 29.mínútu. Flott byrjun hjá Kötlu.
Berglind Ósk, Harpa og Amanda Mist skoruðu tvö mörk hver og Hafrún og Dagbjört skoruðu sitt markið hvor. Dagbjört var svo valin Kona leiksins og hlaut gjöf frá Veitingahúsinu Sölku.
11-0 sigur staðreynd í fyrsta leik og ljóst að stelpurnar verða sterkar í sumar en þær leika í C-riðli 1. deildar kvenna.