Steinbítspiparsteik frá Palla og Ástu

Kristjana María Kristjánsdóttir skoraði á hjónakornin Pál Lindberg Björgvinsson og Ástu Sigurðardóttir að koma með næstu uppskrift og hér kemur gómsæt

Steinbítspiparsteik frá Palla og Ástu
Sötrað & snætt í sælunni - - Lestrar 1148

Palli er alltaf í fiskinum.
Palli er alltaf í fiskinum.

Kristjana María Kristjánsdóttir skoraði á hjónakornin Pál Lindberg Björgvinsson og Ástu Sigurðardóttir að koma með næstu uppskrift og hér kemur gómsæt uppskrift að steinbítspiparsteik.

 

Steinbítspiparsteik.

Steinbítur, roð og beinlaus

Grillolía ( Caj P. Orginal )

Svartur pipar

Grænmetiskraftur

Rjómi

 

 

Steinbítnum velt upp úr Caj P.grillolíu og steiktur á vel heitri pönnu í 2 –3 mínútur á hvorri hlið.

Kryddað með svörtum pipar. Rjóma bætt út á pönnuna ásamt grænmetiskrafti oghitinn lækkaður.

Látið malla þar til sósan er orðin hæfilega þykk.

 

 

Borið fram með léttsteiktum hrísgrjónum og fersku salati.

 

Hrísgrjón

Paprika rauð

Paprika græn

Rauðlaukur

Blaðlaukur

Sweet Chillisósa

Teriyakisósa

 

Léttsteikið grænmetið í olíu.

Bætið soðnum hrísgrjónum út í.

Léttsteikið, bætið Teriyaki og Sweet Chilli – sósum út á eftir smekk.

 

Verði ykkur að góðu.  Kveðja Ásta og Palli.

Við skorum á Ninnu og Gulla með næstu uppskrift.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744