Stefán Jón bætti fispunktastöðu sína

Evrópubikarmót í risasvigi fór fram í Reiteralm í Austurríki í dag. Þar var okkar maður, Stefán Jón Sigurgeirsson, annar tveggja keppenda frá Íslandi og

Stefán Jón bætti fispunktastöðu sína
Almennt - - Lestrar 122

Stefán Jón á fleygiferð
Stefán Jón á fleygiferð
Evrópubikarmót í risasvigi fór fram í Reiteralm í Austurríki í dag. Þar var okkar maður, Stefán Jón Sigurgeirsson, annar tveggja keppenda frá Íslandi og hafnaði hann í 67. sæti og náði með því að bæta fispunktastöðu sína.

 

All náðu 97 skíðamenn að ljúka keppni í dag og var Stefán Jón 2,5 sek. á eftir fyrsta manni sem Florian Scheiber heitir og er margreyndur í hraðagreinum bæði í heims- og evrópubikar.  Hinn íslenski keppandinn, Árni Þorvaldsson úr Ármanni ,náði ekki að ljúka leppni.

Ásdís Jónsdóttir móðir Stefáns Jóns var að vonum ánægð með strákinn og sagði hann verða við æfingar og keppni erlendis fram undir jól. Hann tekur þátt í fismóti á Akureyri 20. og 21. desember en kemur svo heim í jólafrí.

Stefán Jón sem stundar nám við FSH byrjar í prófum ytra á morgun. Þar mun hann taka prófin undir eftirliti  og þau síðan föxuð til FSH en Stefán Jón stefnir á að útskrifast í vor.

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744