Starfsmenn skora á Vísi að halda vinnslu áfram á Húsavík

Nánast allir starfsmenn Vísis, eða um 50 manns, komu á fund sem Framsýn stóð fyrir í kvöld vegna ákvörðunar fyrirtækisins að hætta starfsemi á Húsavík 1.

Starfsmenn skora á Vísi að halda vinnslu áfram á Húsavík
Fréttatilkynning - - Lestrar 555

Um 50 manns sóttu fundinn í kvöld.
Um 50 manns sóttu fundinn í kvöld.

Nánast allir starfsmenn Vísis, eða um 50 manns, komu á fund sem Framsýn stóð fyrir í kvöld vegna ákvörðunar fyrirtækisins að hætta starfsemi á Húsavík 1. maí.

Fundarmenn samþykktu að senda frá sér yfirlýsingu sem er meðfylgjandi þessari tilkynningu þar sem skorað er á forsvarsmenn fyrirtækisins að hætta við áformin. Ljóst er að starfsmönnum er verulega brugðið og líður flestum þeirra mjög illa, ekki síst vegna óvissunnar sem er komin upp.

Í máli þeirra flestra kom fram að þeim hefur líkað vel að búa á Húsavík og hafa flestir þeirra komið sér vel fyrir, jafnvel fjárfest í húsnæði. Í óformlegri könnun sem gerð var á fundinum kom fram að flestir þeirra vilja búa áfram á Húsavík enda bjóðist þeim störf við þeirra hæfi.

Fundarmenn samþykktu að senda frá sér yfirlýsingu sem hljóðar svo:

„Fundur haldinn á vegum Framsýnar stéttarfélags með starfsmönnum Vísis hf. á Húsavík 31. mars 2014 skorar á forsvarsmenn fyrirtækisins að halda áfram öflugri fiskvinnslu á Húsavík í stað þess að leggja hana niður 1. maí 2014 eins og áformað er.“

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744