28. ágú
Stærsta áskorun á íslensk stjórnvöld frá upphafiFréttatilkynning - - Lestrar 238
Hjartað í Vatnsmýri hefur nú safnað rúmlega 56.500 undirskriftum á vefnum lending.is þar sem skorað er á borgarstjórn og Alþingi að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar.
Fjöldi undirskrifta er því kominn yfir það sem safnaðist í Icesave málinu en þar námu undirskriftir 56.089.
Ljóst er því að krafa um óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar er fjölmennasta krafa sem sett hefur verið fram hérlendis. Ekkert eitt mál hefur áður notið jafn víðtæks stuðnings.
Undirskriftasöfnunin verður haldið áfram næstu þrjár vikur.