Sparisjóđur Suđur-Ţingeyinga styrkir björgunarsveitir í Ţingeyjarsýslum um fjórar milljónir króna

Ađalfundur Sparisjóđs Suđur-Ţingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. í Skjólbrekku í Mývatnssveit.

Ađalfundur Sparisjóđs Suđur-Ţingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. í Skjólbrekku í Mývatnssveit. 

Rekstur sparisjóđsins gekk vel á síđasta ári, hagnađur af starfseminni var rúmar 76 milljónir króna eftir skatta.  Um síđustu áramót voru heildareignir sparisjóđsins um 12,3 milljarđar króna og hafa aukist um 1,3 milljarđa á milli ára. 

Innlán voru á sama tíma um 11 milljarđar og jukust ţau um 1,1 milljarđ á milli ára.  Eigiđ fé sparisjóđsins var 1,1milljarđur í árslok og lausafjárstađa er sterk.

Ađalfundurinn samţykkti heimild til stjórnar til ađ selja nýtt stofnfé ađ fjárhćđ 50 milljónir króna og eiga núverandi stofnfjáreigendur forkaupsrétt til 1. september 2023.

Á ađalfundinum afhenti Örn Arnar Óskarsson sparisjóđsstjóri fulltrúum átta björgunarsveita í Ţingeyjarsýslum, styrki samtals ađ fjárhćđ fjórar milljónir króna.

Í stjórn sparisjóđsins voru kjörin Andri B. Arnţórsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Eiríkur H. Hauksson, Gerđur Sigtryggsdóttir og Pétur Snćbjörnsson.  Varamenn, Helga Sveinbjörnsdóttir og Pétur B. Árnason.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744