25. apr
Snorri og Bjarni Jón sýslumeistarar í skólaskákÍþróttir - - Lestrar 235
Snorri Hallgrímsson og Bjarni Jón Kristjánsson urðu Þingeyjarsýslumeistarar í skólaskák en sýslumótið fór fram í Litlulaugaskóla í Reykjadal.
Snorri Hallgrímsson, Borgarhólsskóla, vann eldri flokkinn með 6,5 vinningum af 7 mögulegum. Hlynur Snær Viðarsson, Borgarhólsskóla, varð í öðru sæti og Tryggvi Snær Hlinason Stórutjarnaskóla varð í þriðja sæti.
Bjarni Jón Kristjánsson, Litlulaugaskóla, stóð uppi sem sigurvegari í yngri flokki með 6 vinninga af 7 mögulegum. Jakub Piotr Statkiewicz, Litlulaugaskóla, varð í öðru sæti og Ari Rúnar Gunnarsson, Reykjahlíðarskóla, varð þriðji.
Sjá allt um mótið hér