Smári vann Maíhraðmót Goðans

Smári Sigurðsson vann sigur á Maíhraðskákmóti Goðans 2023 sem fram fór að Vöglum í Vaglaskógi sl. laugardag.

Smári vann Maíhraðmót Goðans
Íþróttir - - Lestrar 64

Smári Sigurðsson vann sigur á Maíhraðskákmóti Goðans 2023 sem fram fór að Vöglum í Vaglaskógi sl. laugardag.

Smári fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Rúnar Ísleifsson, Kári Arnór Kárason og Jakob Sævar Sigurðsson komu næstir með 5 vinninga hver, en Rúnar hreppti silfrið og Kári Arnór bronsið, eftir oddastiga útreikning.

Tefldar voru 7 umferðir og voru tímamörk 5 mín + 5 sek/leik í viðbótartíma. 15 keppendur tóku þátt í mótinu sem er næst fjölmennasta mót hjá Goðanum á tímabilinu, en mótið markaði endalok skáktímabilsins 2022-23. 

Mótið á chess-results


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744