Smári Jónas nýr verkefnastjóri umhverfismála hjá SSNE

Smári Jónas Lúđvíksson hefur hafiđ störf sem verkefnastjóri hjá SSNE međ sérstaka áherslu á umhverfismál.

Smári Jónas Lúđvíksson.
Smári Jónas Lúđvíksson.

Smári Jónas Lúđvíksson hefur hafiđ störf sem verkefnastjóri hjá SSNE međ sérstaka áherslu á umhverfismál.

Í tilkynningu segir ađ Smári hafi hafiđ störf ţann 3. janúar sl. og er međ starfsstöđ á Húsavík.

Smári er fćddur og uppalinn á Rifi Snćfellsnesi og er ţví Rifsari.

Hann lćrđi viđ mennta-skólann á Akureyri og tók síđan B.S gráđu í umhverfisskipulagi viđ Landbúnađarháskólann á Hvanneyri.

Smári vann á handfćrabátnum Kára II SH 219 á menntaskólaárunum og međ háskóla var hann landvörđur viđ Snćfellsjökulţjóđgarđ.

,,Ég elti síđan konuna norđur og starfađi viđ skrúđgarđyrkju á Húsavík rétt nćgilega lengi til ađ klára skrúđgarđyrkjufrćđi í Landbúnađarháskólanum.“

Smári hefur umfangsmikla reynslu af umhverfismálum en hann starfađi sem Garđyrkjustjóri hjá Norđurţingi sem ţróađist yfir í stöđu Umhverfisstjóra og hefur hann unniđ viđ umhverfismál á grunni sveitarfélaga í um sex ár.

,,Umhverfismál geta veriđ margbreytileg en ég tel ađ viđ hér á Norđurlandi eystra höfum stađiđ okkur ađ mörgu leiti vel og erum á góđum stađ, en getum alltaf gert betur. Ţađ eru mjög mikiđ af tćkifćrum á svćđinu og međ góđri samvinnu getum viđ veriđ fremst ekki bara á landsvísu heldur heimsvísu ţegar kemur ađ Loftlags- og úrgangsmálum.“ Segir í tilkynningu á vef SSNE.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744