Smári hraðskákmeistari Hugins

Smári Sigurðsson vann öruggan sigur á hinu árlega hraðskákmóti Hugins sem fram fór á Húsavík í gærkveldi.

Smári hraðskákmeistari Hugins
Íþróttir - - Lestrar 387

Sigurður, Smári og Tómas.
Sigurður, Smári og Tómas.

Smári Sigurðsson vann öruggan sigur á hinu árlega hraðskákmóti Hugins sem fram fór á Húsavík í gærkveldi.

Smári fékk níu vinning og komst taplaus í gegnum mótið, en hann vann átta skákir og gerði tvö jafntefli.

Hjörleifur Halldórsson varð í öðru sæti á mótinu með 7,5 vinninga og Sigurður Daníelsson varð þriðji með 7 vinninga. Smári Ólafsson varð í 4. sæti með 7 vinninga og Tómas Veigar Sigurðarson varð í 5. sæti með 6 vinninga.

Þar sem Hjörleifur og Smári Ólafsson kepptu sem gestir á mótinu fékk Sigurður Daníelsson sifurverðlaun og Tómas Veigar bronsið.

11 keppendur tóku þátt í mótinu og tefld var einföld umferð, allir við alla.

Hér má skoða lokastöðuna


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744