Smári hraðskákmeistari GM Hellis 2013

Smári Sigurðsson vann sigur á hraðskákmóti GM-Hellis (norðursvæði) með fáheyrðum yfirburðum sl. fimmtudagskvöld.

Smári hraðskákmeistari GM Hellis 2013
Íþróttir - - Lestrar 270

Smári Sigurðsson.
Smári Sigurðsson.

Smári Sigurðsson vann sigur á hraðskákmóti GM-Hellis (norðursvæði) með fáheyrðum yfirburðum sl. fimmtudagskvöld.

Smári gerði sér lítið fyrir og vann alla sína andstæðinga níu að tölu. Svo miklir voru yfirburðir Smára að hann endaði mótið með þremur vinningum meira en næstu menn.

Í 2-4 sæti urðu jafnir, Sigurbjörn Ásmundsson, Benedikt Þór Jóhannsson og Jakob Sævar Sigurðsson, allir með 6 vinninga og hreppti Sigurbjörn annað sætið og Benedikt varð þriðja eftir stigaútreikninga.

Jón Aðalsteinn Hermannsson vann sigur í flokki 16 ára og yngri, enda eini keppandinn þar.

Úrslit mótsins í heild má skoða á heimasíðu skákfélagsins


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744