11. sep
Skrifstofa Norðurþings á Raufarhöfn innleiðir fyrsta Græna skref SSNEAlmennt - - Lestrar 139
Skrifstofa Norðurþings á Raufarhöfn er fyrsta starfsstöðin til að innleiða fyrsta Græna skref SSNE.
Frá þessu er greint á heimasíðu SSNE en starfsstöðin, sem er smá, rúmar viðamikla starfsemi þar sem Orkustofnun Húsavíkur, Landsbankinn, Pósturinn og Þjóðskjalasafnið halda úti starfsemi þar, auk Norðurþings.
Starfsfólkið er samtaka um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar, með því að draga úr og flokka vel úrgang, spara orku og hita og nýta vel úr hlutunum í stað þess að skipta þeim út.