Skrifað undir samning um verkefni í orkutengdri ferðaþjónustuAlmennt - - Lestrar 324
Landsvirkjun og Myvatn Volcano Park (MVP) hafa undirritað samstarfssamning um tilraunaverkefni í orkutengdri ferðaþjónustu.
Í tilkynningu segir að MVP hyggist skipuleggja ferðir undir nafninu Living on a Volcano og fær til þess aðgengi að vinnslusvæði Landsvirkjunar við Kröflu og Bjarnarflag.
Markmið samstarfssamningsins er að auka verðmætasköpun á grundvelli orkuauðlinda og innviða Landsvirkjunar.
Í ferðunum Living on a Volcano læra gestir um fjölnýtingu eldfjalla á Íslandi, jarðhitann og hinar góðu og slæmu hliðar sambýlis mannsins við eldfjallið.
Leiðsögumenn verða jarðfræðingarnir Helgi Arnar Alfreðsson og Júlía Katrín Björke, sem hafa stundað rannsóknir og náttúrueftirlit í Mývatnssveit í eldfjalla- og jarðhitafræðum undanfarin ár.
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, verkefnisstjóri á markaðs- og viðskiptaþróunarsviði, Helgi Arnar Alfreðsson og Júlía Katrín Björke hjá Myvatn Volcano Park og Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar og sölu, eftir undirritun samningsins.
Ljósmynd. landsvirkjun.is