Skrifað undir í dag hjá Framsýn og Fjallalambi

Framsýn og Fjallalamb hf. gengu í dag frá nýjum sérkjarasamningi fyrir starfsfólk við sauðfjárslátrun í haust.

Frá Kópaskeri, húsnæði Fjallalambs tv.
Frá Kópaskeri, húsnæði Fjallalambs tv.

Framsýn og Fjallalamb hf. gengu í dag frá nýjum sérkjarasamningi fyrir starfsfólk við sauðfjárslátrun í haust. 

Á vef Framsýnar segir að samningurinn byggi á gildandi kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreina-sambands Íslands sem Framsýn á aðild að.

Til stendur að slátra um þrjátíu þúsund fjár hjá Fjallalambi í haust. Sláturtíðin hefst 15. september og er ætlað að standa yfir í um sex vikur. Í heildina koma um sjötíu starfsmenn að slátruninni. Búið er að fullmanna sláturhúsið.

Þrátt fyrir mikið atvinnuleysi á Íslandi tókst ekki að manna sláturhúsið nema með því að flytja inn um tuttugu starfsmenn. Fram að þessu hefur þurft að ráða um 40 erlenda starfsmenn til starfa hjá Fjallalambi en í ár verða þeir helmingi færri þar sem um 20 starfsmenn á íslenskum vinnumarki réðu sig til starfa á Kópaskeri í haust sem er að sjálfsögðu jákvætt.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744