Skonnortan Opal leggur í hann áleiðis til Grænlands í dag

Skonnorta Norðursiglingar - Opal leggur í dag upp frá heimahöfninni Húsavík, áleiðis til Grænlands.

Skonnortan Opal leggur í hann áleiðis til Grænlands í dag
Fréttatilkynning - - Lestrar 419

Skonnortan Opal.
Skonnortan Opal.

Skonnorta Norðursiglingar - Opal leggur í dag upp frá heimahöfninni Húsavík, áleiðis til Grænlands. 

Ferðinni er heitið í Scoresbysund á norðaustur Grænlandi þar sem Opal verður í vikulöngum leiðangurssiglingum með farþega um þetta stærsta fjarðakerfi í heimi.

Skonnortan Opal bættist í flota Norðursiglingar á Húsavík í vetur og hefur síðan þá verið unnið að þeim breytingum sem nauðsynlegar voru auk þess sem hún hefur verið innréttuð með tilliti til lengri siglinga með farþega.

Opal hefur nú sex tveggja manna klefa fyrir farþega auk áhafnaraðstöðu, ásamt öllum þeim búnaði sem nauðsynlegur er í ferðum sem þessum.
 
 
Myndband af ferðum Norðursiglingar í Scoresbysundi, á Skonnortunni Hildi, síðastliðið sumar má skoða hér  

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744