Skonnortan Opal siglir heim til Húsavíkur eftir frábært sumar í Scoresbysundi

Skonnortan Opal er nú á siglingu heim, eftir frábæra sumartíð þriðja árið í röð, í Scoresbysundi á norðaustur Grænlandi. Skútan er væntanleg til

Ópal í Scoresbysundi. Lj. Eiríkur Guðmundsson.
Ópal í Scoresbysundi. Lj. Eiríkur Guðmundsson.

Skonnortan Opal er nú á siglingu heim, eftir frábæra sumartíð þriðja árið í röð, í Scoresbysundi á norðaustur Grænlandi.  Skútan er væntanleg til Húsavíkur á morgun, sunnudag.

Óhætt er að segja að áhöfn og eigendur Norðursiglingar séu stolt af árangri sumarsins.  Í sjö, vikulöngum siglingum um sundið hefur Opal borið farþega sína á framandi slóðir í þessu stærsta fjarðakerfi heims.  Stórfengleg, ógleymanleg og einstök eru nokkur þeirra lýsingarorða sem gestirnir hafa notað til að lýsa upplifun sinni af ferðinni. 

Augljóst er að Scoresbysund er engu líkt og það að ferðast um svæðið á skipi eins og Opal gefur möguleika á því að heimsækja staði sem ekki væru aðgengilegir annars í stórkostlegum óbyggðum norðaustur Grænlands.


Þegar líður á haustið er Opal væntanleg til Reykjavíkur og mun hún liggja við tónlistarhúsið Hörpu þar sem boðið verður uppá skemmtisiglingar.
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744