Skolun á gufuveitu Gufustöðvarinnar í Bjarnarflagi

Að undanförnu hefur staðið yfir endurnýjun á aflvél og tengdum búnaði Gufustöðvarinnar í Bjarnarflagi og hillir nú undir verklok.

Við Bjarnarflag.
Við Bjarnarflag.

Að undanförnu hefur staðið yfir endurnýjun á aflvél og tengdum búnaði Gufustöðvarinnar í Bjarnarflagi og hillir nú undir verklok.

Þriðjudaginn 2. apríl er áformað að hefja skolun á gufuveitu stöðvarinnar. Gufa er þá látin streyma frá borholum sunnan þjóðvegar, í gegnum gufuveituna og skiljur, að aflvél og út í hljóðdeyfi við stöðvarhús. Aðgerðin getur tekið 7 til 10 daga en henni mun fylgja einhver hávaði frá hljóðdeyfi.

Frá þessu er greint á heimasíðu Landsvirkjunnar.

Landsvirkjun mun fylgjast vel með þróun mála með vöktun og mælingu hljóðstigs við stöðina sem og á völdum mælistöðum í Reykjahlíðarþorpi.  Reynt verður að lágmarka óþægindi sem af þessu kunna að hljótast.

Landsvirkjun vonast til að framkvæmdin takist áfallalaust en hægt er að koma ábendingum vegna þessa til Landsvirkjunar í gegnum tölvupóst (Steinn.Agust.Steinsson@landsvirkjun.is) eða í gegnum síma til Steins Ágústs Steinssonar stöðvarstjóra Kröflustöðvar (sími 515 9137).


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744