04. nóv
Skemmtilegur krakkablaksdagurÍþróttir - - Lestrar 366
Sunnudaginn 2. nóv sl. var æfingadagur í krakkablaki Völsungs þegar þrjú lið frá KA komu í heimsókn.
Hjá Völsungi æfa krakkarnir í tveimur hópum, eldri stelpur sem fæddar eru 2002 og fyrr eru tvisvar í viku en yngri hópurinn æfir einu sinni í viku.
Krakkarnir spila mismunandi stig og á sunnudaginn voru spiluð 3 stig þar sem í hverju liði eru 4 leikmenn inn á vellinum í einu.