Skákfélagiđ Gođinn vann sinn meistarartitil um helginaÍţróttir - - Lestrar 269
Skákfélagið Goðinn vann ótrúlegan sigur í 2. deild á Íslandsmóti skákfélaga, sem tefld var á Selfossi í gærkvöld, þegar liðið vann stór sigur á A-sveit KR 6-0.
Á sama tíma tapaði helsti keppinautur Goðans, Víkingaklúbburinn, stórt fyrir B-sveit Hellis. Fyrir lokaumferðina í gærkvöld hafði Víkingaklúbburinn þrjá vinninga í forskot á Goðann og voru líkurnar því nánast engar á öðru en sigri Víkingaklúbbsins í 2. deild. En annað kom á daginn.
Þetta er fyrsti meistaratitill Goðans frá stofnun félagsins árið 2005. Með sigrinum tryggði Goðinn sér sæti í 1. deild að ári, fyrsta sinn og teflir því meðal þeirra bestu á næsta keppnistímabili.
Sjá meira hér og á heimasíðu Goðans.
641.is