Sjö Völsungar á hæfileikamótun KSÍ

Í dag fóru fram æfingar í hæfileikamótun KSÍ á Akureyri og þar átti Völsungur sjö fulltrúa.

Sjö Völsungar á hæfileikamótun KSÍ
Íþróttir - - Lestrar 496

Í dag fóru fram æfingar í hæfileikamótun KSÍ á Akureyri og þar átti Völsungur sjö fulltrúa.

Um er að ræða æfingar undir stjórn landsliðsþjálfara og eru þær ætlaðar til að þjálfararnir fái að sjá efnilega knattspyrnumenn um allt land.

Það voru þrír drengir og fjórar stúlkur sem fóru sem fulltrúar Völsungs á æfingarnar. Þetta eru Arnar Pálmi Kristjánsson, Rafnar Máni Gunnarsson, Stefán Óli Hallgrímsson, Elfa Mjöll Jónsdóttir, Hildur Anna Brynjarsdóttir, Lára Hlín Svavarsdóttir og Ólöf Rún Rúnarsdóttir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744